Viltu fá ferska og fallega húð?

Prufaðu að búa til andlitsmaska svo þú fáir ferskt útlit og fallega húð.  Gerðu þinn eigin andlitsmaska. Þessi er úr jarðarberjum.  Jarðarberið er fullt af C-vítamíni sem er náttúrulegur hrukkubani.  Þau eru afar góð á bragðið líka og ætti að fá sér jarðarber á hverjum degi. Þú getur tvöfaldað virkni jarðarberja með því að bera þau á andlitið á þér tvisvar í viku.

Hérna eru leiðbeiningar um andlitsmaskann.  Þú þarft að eiga blandara

Taktu 1 bolla af jarðarberjum, frosnum eða ferskum. (einnig má nota fleiri ber, t.d. rifsber og bláber).

Skelltu þessu í blandarann og hrærðu vel.

Bættu út í  1 bolla af vanillu jógúrt, má einnig nota hreina jógúrt

Þegar þetta hefur hrærst vel saman, helltu því þá í glas eða krukku og settu eina og hálfa tsk af hunangi saman við. Hunang er meiriháttar góður sem rakagjafi fyrir húðina.

Berðu nú maskann á andlitið á þér og drekktu afganginn.

Þarna eru að fá tvöfalda virkni, innan og utan frá.  Þetta á að gera helst tvisvar í viku.

Heimildir: health.com

Fleiri frábærar greinar frá Heilsutorg.com finnur þú hér   heilsutorg

SHARE