Naglalakkatískan hefur nú ekki farið framhjá neinum. En litagleði er enn við völd í dag í naglatískunni og litirnir fara að dökkna með lækkandi sól. Þegar við notum mikið litað naglalakk þá eiga neglurnar til að gulna og það á líka við um táneglurnar.
Við fundum snilldarlakk frá Alessandro sem heitir Pro White Original. Þetta lakk má nota eitt og sér eða sem undirlakk. Virknin er sú að lakkið minnkar gula litinn í nöglunum. Þetta lakk er líka algjör snilld ef þú ert með akrýl- eða gelneglur, því þá virka þær enn hvítari og fallegri. Stundum vill maður náttúrulegt útlit á neglurnar inn á milli og þetta er ein leið til að gera það fullkomið.
Alessandro fæst í öllum helstu lyfjaverslunum, stórmörkuðum og snyrtivöruverslunum landsins.
Heimild: tiska.is
Anna Birgis tók saman fyrir Heilsutorg