Það er fátt betra en að fara út fyrir sitt venjulega umhverfi. Pakka niður í tösku og keyra af stað. Skilja stressið eftir og njóta þess að skipta algjörlega um umhverfi.
Okkur langar að hvetja ykkur, lesendur góðir, til að gera nákvæmlega þetta. Þess vegna ætlum við að bjóða einum heppnum lesanda gistingu fyrir 2 á Hótel Djúpavík, í tvær nætur með morgunmat og 2ja rétta kvöldmat.
Það eina sem þú þarft að gera er að vera vinur Hún.is á Facebook, já og auðvitað smella á Follow líka, en það er takkinn við hliðina á Like. Svo máttu endilega merkja þann sem þú myndir vilja bjóða með þér hér fyrir neðan og deila greininni á Facebook hjá þér.
Við drögum út heppinn vinningshafa þann 15. október næstkomandi. Dregin verður út einstaklingur sem uppfyllir allar kröfur um þátttöku.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.