Viltu komast í þitt besta form?

Nú er að hefjast 12 vikna áskorun í líkamsræktarstöðvum World Class. Áskorunin er fyrir alla, bæði karla og konur, sem hafa áhuga á að bæta líkamlegt ástand með markvissri og skipulagðri hreyfingu og mataræði. Þátttakendur bóka tíma í mælingu hjá stöðvarstjórum World Class en það er líka hægt að bóka tíma hjá þjálfara til að fá æfingaáætlun.

Alfa Regína Jóhannsdóttir er stöðvarstjóri í World Class í Mosfellsbænum og við fengum að spyrja hana út í áskorunina, en hún mun hefjast 21. september næstkomandi. 

„Þetta er keppni milli þátttakenda og helmingur þátttökugjalds rennur beint í verðlaunaféð sem eru 100.000- kr. Fyrir fyrstu sæti karla og kvenna auk fjölda annara verðlauna s.s. árskort í Baðstofu og heilsurækt World Class  o.fl.  Einnig eru vegleg verðlaun veitt fyrir 2. og 3. sæti karla og kvenna í formi líkamsræktar og gjafakorta,“ segir Alfa. „Þátttakendur vinna sjálfstætt í líkamsræktinni á þessu tímabili og stjórna því alveg sínum tíma og finna hvað hentar þeim best, en geta að sjálfsögðu fengið góð ráð hjá þjálfurum okkar og kennurum.  Við myndum svo lokaðan hóp á Facebook þar sem þátttakendur geta borið sig saman, sent inn fyrirspurnir og fengið góð ráð, hvatningu og áminningar.“

 

Þátttakendur verða að eiga gild kort í World Class en það er hægt að kaupa 12 vikna kort ef fólk er ekki með virkt kort í stöðvunum. Vigtun, fitu- og ummálsmælingar fara fram á 1., 6. og 12. viku og verður árangur metinn út frá því.

Screen Shot 2015-09-20 at 1.36.13 AM
Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Stefán Petersen voru sigurvegarar í seinustu áskorun

Áskoruninni lýkur miðvikudaginn 16. desember og má því með sanni segja að fólk verði í sínu besta formi um hátíðirnar.

Stöðvarstjórar World Class ásamt vinningshöfunum. Frá vinstri til hægri: Arnar Boði – Alfa Regína – Hafdís (Dísa) – Hólmfríður (Holly) – Ólafur – Ester Júlía
Stöðvarstjórar World Class ásamt vinningshöfunum. Frá vinstri til hægri: Arnar Boði – Alfa Regína – Hafdís (Dísa) – Hólmfríður (Holly) – Ólafur – Ester Júlía

World Class hefur áður staðið fyrir svona áskorun  og hefur þátttaka verið mikil. Nú er komið að þessu stelpur! Ef ekki núna, þá hvenær?!

Smellið hér til að sjá meira um námskeiðið og skrá sig til leiks.

SHARE