Viltu kynna þér OA?

Í morgun birtum við reynslusögu konu sem hafði átt við ofát árum saman og aldrei fundið neina lausn. Á morgun er Afmælisfundur Oa-Samtakanna og er hann opinn öllum.

 

Hér er fréttatilkynning samtakanna í heild:

Afmælisfundurinn er opinn öllum matarfíklum, jafnt virkum OA félögum sem nýliðum og fundurinn er einnig opinn fyrir aðstandendur og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér starf OA samtakanna. Fundurinn er í Von Húsnæði SÁÁ Efstaleiti 7, Reykjavík,föstudaginn 27. febrúar klukkan 19:30-21:30

OA félagar eru karlar og konur á öllum aldri um allan heim sem eiga sér þá ósk að halda sér frá matarfíkn og vilja bera boðskap samtakanna um bata áfram til þeirra sem enn þjást.

3-4 OA félagar munu segja sögu sína

 

Þú getur tekið sjálfspróf á OA sem getur hjálpað þér að finna út úr því hvort að þú eigir við matarfíkn að stríða?

 

 

Tengdar greinar: 

Borðar þú til að gleyma? – 10 atriði sem lýsa tilfinningalegu ofáti

„Ég var búin að reyna óteljandi megrunarkúra“

8 algeng mistök sem konur gera sem bitna á heilsunni

SHARE