Vinnuþrælkun fyrirtækja eins og Adidas,GAP & H&M

Það vita allir sem vilja  af hverju Adidas og aðrir framleiðendur sem eru að selja íþróttavörur eins og Nike, Gap & H&M  láta framleiða mestallar vörur sínar í þróunarlöndunum. Launin eru lág, vinnulöggjöfin óljós og sveigjanleg og fólkið sárvantar vinnu. Á síðastliðnum áratug eru þessi fyrirtæki – vegna þrýstings frá almenningi- farin að fylgjast með framleiðsluaðilunum, farið er að greiða lágmarkslaun, aðstæður á vinnustöðum hafa verið bættar og barnaþrælkun hefur verið bönnuð. En er það raunin?

Meðal þess sem rannsókn Sjálfstæðrar nefndar sem rannsakaði framleiðslu Adidas á vörum fyrir Ólympíuleikana leiddi í ljós var ill meðferð á kínversku starfsfólki sem vann við að framleiða vörur fyrir Adidas fyrirtækið og það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðum starfsmanna í verksmiðjum sem stjórnað er í heimabyggð.

Adidas fyrirtækið segir að það sé stefnan að “vinnan sé sanngjörn, launin séu sanngjörn og vinnuaðstaðan örugg á öllum vinnustöðum fyrirtækisins”. Fyrirtækið gerir árlega athuganir  í hundruðum verksmiðja sinna í 69 löndum. Starfsfólk í verksmiðjum í Indónesíu tjáðu Sjálfstæðu rannsóknarnefndinni að þessar athuganir væru bara sjónarspil og ómark.  

“Það er alltaf tilkynnt fyrirfram hvenær von er á nefndinni og við erum látin hreinsa til og sópa ” sagði Jamiatun sem er formaður verkalýðsfélagsins hjá PT Golden Continental, fyrirtækis sem tók  þátt í verkefninu fyrir Ólympíuleikana.  “Bætt er í sjúkrakassann og okkur er uppálagt hverju við eigum að svara ef við verðum spurð að einhverju. Við verðum að segja að við fáum lágmarkslaun greidd og við megum ekki segja frá því að við vinnum eftirvinnu um helgar.”

Ratna sem vinnur í  PT Panarub sagði: “Þeir, ( stjórnendur) láta fólkið fela sig á salernunum til þess að færri séu við framleiðsluborðin og allt líti betur út. Búið er að segja vinnufólkinu hvernig það á að svara ef nefndin skyldi spyrja um eitthvað.  Við megum ekki segja satt. Ef við gerum það missum við vinnuna.

Verktakar hjá Adidas eiga að hafa reglur og ýmiskonar fyrirmæli viðkomandi vinnustaðnum sýnilegar. Starfsfólk í fjölda verksmiðja upplýsti að þessar reglur hafi ekki verið birtar eða hafi verið teknar niður.

Anna McMullen sem er talsmaður herferðar um Sanngirni 2012 sem eru alþjóðleg samtök um ” Ólympíuleika án svita” sagði : ” Adidas hélt ekki eigin verndarákvæði í heiðri og fyrirtækið sýndi af sér mestu lágkúru til þess að ná sem mestum hagnaði. Ef ekki verður breytt un stefnu og farið að greiða laun sem duga til lífsframfærslu og fólki tryggð réttindi til lífs verður þetta áfram staðan á þessum vinnustöðum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here