Vinsælt árangursmælt námskeið sem stuðlar að heilbrigðum lífsstíl!

Þær Valgerður Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur , Helma Rut Einarsdóttir sálfræðingur og Ragnhildur Guðmundsdóttir, MSc í sálfræði, hafa allar lokið tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð. Helma og Valgerður hafa síðustu 3 ár boðið upp á vinsælt árangursmælt námskeið. Námskeiðið er 1x í viku í 7 vikur, 2 klst í senn (alls 14 klst) og í hverjum hóp eru 8-10 einstaklingar svo að námskeiðið er persónulegt sem hentar vel í námskeiðum sem þessum.

Námskeiðið hentar þeim sem glíma við ofþyngd, upplifa vanlíðan vegna þess og vilja vinna með sjálfan sig (hugsun, líðan og hegðun) með það að markmiði að taka upp heilbrigðari lífsstíl, verða sáttari við sjálfan sig og sínar matarvenjur.

Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð (HAM), þjálfun svengdarvitundar, núvitund og þjálfun góðvildar í eigin garð.

Umsagnir þátttakenda:

„Þetta ætti að vera skyldunámskeið fyrir alla því það nýtist ekki eingöngu fyrir ofþyngd heldur tekur til í sjálfsálitinu“

„Algjörlega breytt viðhorf til mín og umhverfisins“

„Bjargvættur í mínu lífi, árangur með ólíkindum“

„Er meðvitaðri um mína kosti og galla og hvernig ég á að takast á við galla mína á jákvæðan hátt”

„Sannarlega hvatning til að breyta lífstíl til framtíðar”

„Námskeiðið opnaði augu mín fyrir meðvitundarleysi mínu gagnvart hugsun og hegðun,mat og fleiru”

 

Í vinnslu eru einnig önnur námskeið sem verða fljótlega í boði.

1.        þekktu þitt magamál  þar sem þú lærir að borða eftir merkjum líkamans  á heilbrigðan og öfgalausan hátt.

2.       Námskeið fyrir þær  sem eru í kjörþyngd en nota mikinn tíma í að hugsa um þyngd og mat, langar að vera sátt í eigin skinni.

 

Staðsetning: Heilsuborg, Faxafeni 14, 108 Rvk.
Framhaldsnámskeið og eftirfylgd einnig í boði.

Næsta námskeið hefst fim. 14. feb. 2013, kl. 17 – 19.

Skráning og nánari upplýsingar: www.hugarraekt.is  

 Valgerður í s: 691-3949. vmm@internet.is

Ragnhildur í s: 846-7916 ragnhildur.gudmundsdottir@gmail.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here