Vísindalegar staðreyndir um eðli ástarsorgar – Myndband

 

Hver þekkir ekki þá svíðandi brunatilfinningu sem kemur í kjölfar sambandsslita, ekkasogin og jafnvel niðurbrotið sem fylgir því að vera svona niðurbrotinn í fyrsta falli.

Það er ekkert einfalt við ástarsorgina og ægilegt að glíma við. Ófáir segja ástarsorg vera uppspuna og að best sé að harka af sér, halda glaðbeittur út í lífið og láta sem ekkert sé.

En ástarsorg er raunveruleg; vísindalega viðurkennd og það sem meira er, raungreinafólkið hefur einnig fundið mótefni við einni hræðilegustu tilfinningu heims; sorginni sem fylgir sambandsslitum.

Allir þurfa á vini að halda – það vilja vísindin í það minnsta meina: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”lGglw8eAikY”]

SHARE