Vissir þú þetta um konur?

Kannski vissir þú þetta ekki um konur en ..

1. Þegar vinkonur eyða tíma saman, fara í saumaklúbb, læra saman eða jafnvel gista saman (á unglingsárum) eru þær ekki í koddaslag upp í rúmi fáklæddar – sorry strákar!

2. Lesbíur hafa fæstar áhuga á því að fara í 3 some með karlmanni þó svo að þér megi finnast að þær hljóti að þrá það. Þið hafið stundum of mikla trú á gaurnum þarna niðri

3. Okkur klæjar alveg líka á heilaga svæðinu okkar af og til – við förum bara meira pent með það og erum ekki stanslaust fiktandi þar meðal fólks.

4. Ég las það um daginn að skv. Rannsóknum væru fantasíur kvenna oftast með maka í aðalhlutverki, ekki einhverjum Hollywood hönk.

5. Við prumpum! Já, við getum alveg prumpað eins og hríðskotabyssa, gerum það kannski bara meira afsíðis… stundum

6. Að kreista á okkur brjóstin er ekki forleikur.

7. Þegar þú ert að ljúga að okkur, vitum við það nánast alltaf, ef við vitum það ekki nú þegar munum við komast að því. Til hvers einu sinni að reyna?

8. Karlkyns vinir okkar eru og munu alltaf vera BARA vinir okkar.  Ef við höfum verið vinir frá fyrstu kynnum og þú aldrei fengið meira en high five þá er aldrei neitt að fara að gerast.

9.  Flestum konum finnst ekki jafn gaman að fá undirföt og þér finnst að gefa þau. (Sagan segir að allar konur elski glansandi falleg kynæsandi undirföt, en það eru bara ekkert allar konur sem vilja sýna líkamann sinn í pínulitlum undirfötum) það er líka vafasamt að gefa undirföt nema þú vitir stærðina 100%. Hræðilegt að gefa of stóra stærð og jafnvel enn verra að gefa of litla.

10.  Okkur finnst karlar með buxurnar á hælunum ekki kynþokkafullir nema kannski við séum 14 ára.

11. Okkur finnst líka gott að fá pásu frá kærastanum og fá smá “girl time”

12. Ef við spyrjum þig hvernig þér finnst vinkona okkar líta út, ekki svara. Við viljum ekki vita það. Gildra!

13. Við elskum að fara á deit, sama hversu lengi kona hefur verið með kærastanum sínum kunnum við alltaf að meta það þegar kærasti/eiginmaður býður okkur á romantískt deit.

14. Þegar við spyrjum „hvernig lít ég út“ erum við ekki að leita eftir sannleikanum NEMA sannleikurinn sé að við séum drop dead gorgeous.

15.  Þú getur bjargað þér út úr „er ég feit í þessu“ aðstöðunni með því að segja bara „nei ástin mín þú ert ekki feit, en þetta lítur út fyrir að vera óþægilegt er það ekki? Viltu ekki fara í eitthvað þægilegra?“

SHARE