Vöfflur – Uppskrift

Það vilja fleiri baka vöfflur en Bjarni Ben og Sigmundur Davíð, vöfflur eru æðislegar og þær er þægilegt að gera. Hér er góð uppskrift!

Efni

2 egg

1 bolli mjólk

3 matsk. olía

215 gr. ( 1 ½ bolli) hveiti

3 tesk. lyftiduft

2 tesk. sykur

½  tesk. salt

Aðferð

Þeytið eggin og hellið mjólk og olíu út í. Hrærið öllum þurrefnunum saman við. Hitið vöfflujárnið og látið deig á (með ausu), lokið járninu og þegar ekki kemur lengur gufa frá járninu ætti vafflan að vera bökuð. Uppskriftin á að nægja í 8 vöfflur.

Gott er að bera fram sultu og þeyttan rjóma með vöfflunum!

SHARE