Barnið þitt er ósjálfbjarga og háð þér og þínum ákvörðunum. Eftir því sem þú ferð betur með þig og borðar heilnæmari fæðu, því betur dafnar barnið þitt. Reyklaus meðganga stuðlar að heilbrigði barnsins.
Ef þú reykir er blóðið ekki eins súrefnisríkt, hvorki í þér né barninu. Blóðið færir barninu lífsnauðsynlegt súrefni. Þegar þú reykir mettast blóðið af koltvísýringi sem takmarkar hæfni þess til að flytja súrefni.
Efnasamsetningin í reyknum inniheldur fjölmörg efni sem raska heilbrigðri starfsemi blóðsins.
Blóðið hefur ýmsa eðlislæga eiginleika. Þú kannast við það að þegar þú meiðir þig þannig að blæðir þá fer blóðið að storkna. Að sama skapi eru einnig í blóðinu efni sem leysa upp blóðtappa sem eru að myndast.
Reykingarnar spilla þessari starfsemi blóðsins. sem fær það til að storkna og leysa upp blóðtappa á byrjunarstigi. Þetta sést ámatarbúri barnsins í leginu – fylgjunni. Fylgjan hjá mæðrum sem reykja er með miklu fleiri kalkaðar æðar en þeirra sem ekki reykja.
Hvernig verður barnið vart við reykinn?
Barnið sem þú gengur með á allt til þín að sækja, mat og drykk, jafnt sem hlýju og öryggi, einnig reykinn sem þú andar að þér.
Reykingar þínar hafa einnig áhrif á litla manneskju, sem er háð þér, hugsaðu um það.
Það er mikil áhætta að halda áfram reykingum á meðgöngutímanum og á ákveðnum tímabilum geta þær verið hættulegar fyrir barnið. Því er full ástæða til að hætta barnsins vegna.
Sjá einnig: Reykingar – góð ráð til að hætta
Vissir þú að…
- Börn reykingafólks þurfa oftar að leita læknis og leggjast inn á spítala, en börn reyklausra.
- Beint samhengi virðist vera milli vöggudauða ungbarna og reykinga foreldra. Vöggudauði er tvöfalt algengari hjá börnum reykingafólks.
Ófætt barn – veittu því gott brautargengi!
Ef þú reykir á meðgöngunni er fæðingarþyngd barnsins að jafnaði 200 grömmum lægri en ella. Allir líkamshlutar reykingabarna eru minni en reyklausra. Þetta sést meðal annars á lungnastarfsemi nýbura en hún er oft skert.
Við þetta bætist að tvöföld hætta er á að barnið fæðist fyrir tímann (líkamsþyngd undir 2.5 kílóum) ef þú reykir.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að strax á fósturstigi venst fóstrið á nikótínið. Það ánetjast sama eitrinu og móðirin. Í stuttu máli, eru meiri líkur á að barnið muni einnig reykja síðarmeir.
Sjá einnig: Reyndi allt til þess að fá konu sína til að fara í fóstureyðingu
Vissir þú að…
- Börn reykingafólks veikjast oftar en börn þeirra sem ekki reykja.
- Börn reykingafólks veikjast oftar af kvalafullum sjúkdómum í frumbernsku, t.d. eyrnabólgu og astmakenndri berkjubólgu.
Þannig geturðu hætt að reykja…
Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Hver sígaretta sem þú reykir er óholl fyrir líkama þinn. Skaðsemi reykinga er aldrei óbætanleg. Líkami þinn er þannig gerður að með tímanum geta margir fylgikvillar reykinga lagast eftir að þú hættir.
Í boði eru hjálparmeðul sem auðvelda þér að losna úr viðjum reyksins:
- Tyggigúmmí með nikótíni þegar þörfin knýr á.
- Nikótínplástur sem viðheldur nikótíni í líkama þínum og á þannig að slá á löngunina.
- Nefúði og púst – eins konar platreykur.
Það er oft til bóta að hafa hugfastar þrjár mikilvægustu ástæðurnar fyrir að hafa hætt. Hugleiddu þínar og skrifaðu þær hjá þér. Taktu svo ákvörðun um hvernig þú ætlar að hætta: Hvort ætlarðu að hætta strax eða smátt og smátt? Ef þú tekur síðari kostinn skaltu ákveða HVENÆR þú ætlar að hætta alveg.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.