Vorlína Moschino 2015: Djarfur draumaskápur Barbie í hnotskurn

Moschino hefur enn eina ferðina slegið fyrri met í frumlegri hönnun og framúrstefnulegri nálgun á hátísku en nú, þegar tískuvikan í Milano stendur hvað hæst yfir og fyrirsætur svífa léttstígar eftir pöllunum, leikur enginn vafi á því að aðalhönnuður Moschino, Jeremy Scott, hefur gengið enn lengra en áður var talið mögulegt og það með gleðina, bjarta liti og galsafenginn kvenleika að leiðarljósi.

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 16-11-09

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 15-51-29

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 16-00-47

Innblástur í vor- og sumarlínu Moschino segir Jeremy vera sjálfa Barbie í öllum sínum dýrðarljóma, en hann lét meðal annars þessi orð falla skömmu áður en sýningin í Milano fór fram þann 18 september sl.:

 

Ég sæki innblástur minn í eina átt að þessu sinni og það er Barbie. Ég leitaðist við að hanna klæðnað sem myndi hæfa Barbie frá morgni til kvölds. Barbie er ekki bara víðfræg fyrir sérstakt útlit – hún hefur líka gengið í flest þau störf sem mögulegt er að gegna. Barbie hefur rennt sér á rúlluskautum, skokkað, æft velflestar íþróttir – Barbie er í raun stofnun. Fyrirbæri. Ég sótti innblástur minn eingöngu til Barbie og kaus að líta ekki í aðrar áttir, einfaldlega því Barbie umfaðmar allt mögulegt. Barbie hefur sinnt öllum mögulegum störfum. Hún hefur meira að segja verið geimfari. Barbie er allur pakkinn – að þeirri staðreynd ótalinni að hún elskar að klæðast kvöldkjólum sem er afar mikilvægt fyrir Moschino.

 

Litaval, samsetning og sniðform bera þess sjokkerandi ljós merki að Barbie hefur óteljandi ásjónur; en Moschino sýndi breiða línu fatnaðar og allt frá sundklæðum til æfingarfatnaðar, viðskiptadrakta til kvöldkjóla og svo mætti lengi áfram telja.

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 16-13-36

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 15-52-56

 

 

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 16-03-07

 

Ótrúlega djörf hönnun einkennir því vor- og sumarlínu Moschino í upphafi 2015 og er óhætt að segja að gleðin verði allsráðandi.

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 16-14-52

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 15-54-21

 

screenshot-jezebel.com 2014-09-20 16-04-59

Hægt er að fylgjast með tískuvikunni í Milano í beinni útsendinu HÉR en hér fyrir neðan má sjá alla sýninguna í heild sinni:

SHARE