Það er margt til í henni veröld en það er fátt sem er jafn gífurlega „nytsamlegt“ fyrir konur og þessar vörur.
Booty Pop eru nærbuxur með fyllingu svo þú getur fengið rass eins og J-Lo bara með undirfötunum einum saman
Allar konur sem hafa klæðst spandex buxum í ræktina hafa haft áhyggjur af því að þær séu með kameltá á almannafæri. Cuchini er lausnin við því en það eru innlegg sem koma í veg fyrir kameltá…. allt er nú til! Á heimasíðu Cuchini stendur: „Þú þarft aldrei að fara hjá þér aftur ef þú notar Cuchini. Innleggin styrkja sjálfstraustið og eru þægileg og frábær lausn við þessu algenga vandamáli!“
Þegar maður er kvenmaður þá getur maður ekki látið sjá sig með hvaða eyrnatappa sem er, það er að segja ef þú ert kona sem notar eyrnatappa á annað borð. Það er til dæmis ekki töff eða sexy að vera með gula eyrnatappa en um leið og þeir eru orðnir bleikir þá erum við að tala saman. Vertu falleg þegar þú sefur!
Jæja nú erum við að tala saman! Hvaða kona kannast ekki við þær þjáningar sem fylgja því að sofa á hliðinni og efra brjóstið kremur það neðra með þvílíkum vítiskvölum? (HA???) En það er í það minnsta til „lausn“ við þessu (guði sé lof) en það er þessi græja sem heitir The Kush Breast Seperator. Hún er staðsett á milli brjóstanna á nóttunni og varnar því að brjóstin kremji hvort annað…. (aftur … HA??)
Sumir pennar eru einfaldlega of þungir fyrir konur, er það ekki bara staðreynd? En hinn virti pennaframleiðandi Bic er með lausnina við því og framleiddi því þessa kvenvænu penna fyrir okkur konurnar. Þeir eru léttari en venjulegir pennar og koma í alveg ótrúlega skemmtilegum og stelpulegum litum! LOKSINS!
Vínbelja sem lítur út eins og taska. Já af hverju ekki. Þú getur tekið búsið með þér hvert sem er og fólk grunar ekki neitt. Ég hef aldrei séð neitt jafn rökrétt og þetta, ALDREI!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.