Vortískan: Mildir og bjartir litir með æpandi ívafi í fylgihlutum

Pantone, sem er leiðandi í litavali og litaspám í tískuheiminum og leggur þannig línurnar á hverju ári í kjölfar tískuvikna víðsvegar um heim – segir komandi vor litast af svölum og rólyndum blæbrigðum í litavali en að fylgihlutir verði sterkleitir og ábúðarfullir.

Skemmtilega einfaldir litatónar einkenndu tískuvikuna sem kynnti inn vortísku ársins 2015 sl. haust, en ríkjandi litir þetta vorið verða ljósir og léttir pasteltónar, ljósir jarðlitir og blæbrigði sem minna um margt á fábrotna og fagra dagdrauma. Afturhvarf til sjöunda áratugarins, blómamynstur og örlítill óður til suðrænna stranda í formi skærra litatóna koma líka fram.

Þessir litir verða ríkjandi í vortískunni árið 2015:

screenshot-www.pantone.com 2015-01-29 20-57-20

 

Marsala er svo aftur litur ársins 2015 – ryðrauður og mildur litatónn sem minnir um margt á rauðvín með djúpum, mildum keim. Marsala segir Pantone vera hlýjan en aðlaðandi og fara einkar vel með jarðlitum en litapallettuna má skoða hér

screenshot-www.pantone.com 2015-01-29 20-50-27

Skemmtilegt er að skoða hvernig Pantone speglar tískuvikur sem haldnar eru í stórborgum á hverju misseri, en til gamans má geta að litasérfræðingar Pantone lesa í línurnar og spegla litaval – sem svo aftur segir til um tískuspár komandi missera.

Tískan verður lifandi og kvenleg í vor – en hér má sjá litagleðina:

http://youtu.be/2pz0Ew-yvdo

Tengdar greinar:

Versace: Sjúklega seiðandi „seventís” síðkjólar í París

Gucci vor og sumar 2015: Guðdómlega sækadelísk seventís tíska í Milano

7 leiðir til að nota tísku sem tjáningarform

SHARE