Voru látin kveðja dreng sinn vegna GBS sýkingar

Karen Ingólfs hefur hrikalega sögu að segja og deildi henni í kvöld á mæðra-síðu á Facebook. Við birtum hana hér með góðfúslegu leyfi Karenar:



Þann 3. apríl fæddist okkur þessi yndislegi drengur eftir 33 vikna meðgöngu. Allt gekk vel og hratt fyrir sig hann fór svo á vökudeild, en þurfti ekki mikla aðstoð og við færð í foreldraherbergi þegar hann var 2 daga gamall í undirbúning að heimferð. En kvöldið 7. apríl fór hann að gera skrýtin öndunarhljóð sem kallast ambrandi öndun og vildum við láta kíkja á hann sem var svo loksins gert með trega. Ljósmóðir sem var með okkur þetta kvöld tók hann yfir á vökudeildina um kl 1 þessa nótt og lét við okkur eins og hun væri að gera okkur greiða sagðist svo ætla að koma með hann aftur til okkar kl 3 um nóttina fyrir næstu gjöf.

Við dormuðum á meðan og vöknum svo um kl 3:20 og fórum yfir til þess að tékka á honum. Þegar við komum yfir tók hræðileg sjón við þar lá litli drengurinn okkar og mikið af starfsfólki stumrandi yfir honum, ég leit á „monitor“ sem hann var tengdur við og hjartsláttur hans var 225 og eina sem ég kom uppúr mér var að hann væri að fara að deyja…. okkur var svo sagt að hann væri veikur en ekkert vitað hvað væri í raun að ske. Á klukkustund er hann tengdur við allskonar tæki, teknar prufur. Við fórum svo aftur inní foreldraherbergið og grétum og vissum ekki hverju við ættum von á náðum að dorma til kl 9 um morguninn og fórum þá aftur yfir til þess að kikja á drenginn okkar þar lá hann í svona gjörgæslu herbergi tengur við öndunarvél og niðurstöður komnar hvað væri að hrjá litla drenginn. Hann hafði semsagt sýkst af GBS streftakokkasýkingu og fengið heilahimnubólgu í kjölfarið, okkur var svo sagt að hann væri það veikur að þetta væri spurning um nokkra klukkutíma svo við þurftum að kalla okkar nánasta fólk til, skírðum drenginn og fjölskyldan fékk að kveðja hann. Eftir þessa fallegu athöfn vorum við í rosalega lausu lofti hvað biði okkar næst, mun hann sigra þetta eða ekki?

Næstu daga gerðu yndislega starfsfólkið á vökudeild allt til þess að bjarga drengnum okkar og vildu ekki gefast upp sem svo sannarlega tókst hjá þeim og litli drengurinn okkar barðist sem sönn hetja og sigraði ,en ber skaða af og það er eithvað sem mun koma i ljós í framtíðinni…. En það sem við erum reið yfir er að ég vissi ekki að ég væri GBS beri og skoðaði ég mæðraskýrslurnar og þar stendur að ég sé með þetta en mér aldrei sagt frá því. Hugsun okkar í dag er hefði verið hægt að koma í veg fyrir að hann hefði veikst svona alvarlega og afhverju í fjandanum er ekki skimað fyrir þessu einsog í öðrum þjóðum, ég óska engum að þurfa að lenda í þessu og vona ég innilega að min frásögn komi því að stað að þetta verði bara skimað fyrir á meðgöngu!!! Vil samt taka það framm að hjúkkurnar, ljósmæðurnar og læknarnir á vökudeildinni björguðu lífi litla drengsins okkar og við þeim ævinlega þakklát❤

SHARE