Stórleikarinn Leonard Nimoy, betur þekktur sem Mr. Spock í Star Trek, er látinn. Banamein Nimoy var lungnasjúkdómur sem leikarinn þróaði vegna keðjureykinga – en þrátt fyrir að hafa drepið í síðasta vindlingnum fyrir þremur áratugum síðan, urðu reykingar engu að síður banamein Spock, eins og hann var gjarna kallaður.
Upprunalegu þættirnir voru sendir út á sjötta áratugnum og urðu fyrirmynd endurgerða seinni tíma
Langvinn lungaþemba var banamein leikarans sem andaðist í L.A.
Spock, eða Leonard eins og hann hét réttu nafni, var 83 ára gamall er hann andaðist fyrr í þessari viku, en hann var lagður inn á sjúkrahús fyrri skemmstu. Eiginkona Leonard sagði í viðtali við New York Times að leikarinn geðþekki hefði andast á sjúkrahúsi í Los Angeles, en hún staðfesti einnig að langvinn lungateppa völdum reykinga hefði að lokum haft yfirhöndina.
Kaptein Kirk og Mr. Spock eru fyrir löngu orðnar klassískar kvikmyndapersónur
Tísti hinstu kveðju sl. mánudag – LLAP (Live Long And Prosper)
Það var í hlutverki hins hálfmennska Vúlkanbúa sem Leonard sló gersamlega í gegn við hlið William Shatner sem flugstjóra í upprunalegu Star Trek seríunum sem sjónvarpað var á árunum 1966 til 1969. Leonard fór þar með hlutverk Mr. Spock en William lék Kaptein Kirk í seríunum sem voru upprunalega þrjár talsins og hafa verið endurgerðar bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu við fádæma vinsældir.
Live Long And Prosper – Lifðu vel og lengi – urðu aðalsorð Mr. Spock í þáttaröðinni
Hér má sjá Leonard í hlutverk Spock, fara með eina frægustu línu sína en leikarinn tísti jafnframt neðangreindri kveðju að hinsta sinni til aðdáenda sinna sl. mánudag:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.