Willow og Jaden Smith: Svölustu krakkarnir í Hollywood?

Þau eru ekki há í loftinu, systkinin Willow (13) og Jaden Smith (16) en hafa þegar haslað sér völl á hvíta tjaldinu sem og á hverfulum leikvelli tónlistarútgáfu.

Ameríska Vogue heldur vart vatni yfir börnum þeirra Will og Jada Smith og birti þannig nýverið umfjöllun um afrek þeirra beggja undir yfirskriftinni „Willow and Jaden Smith: Could two kids get any cooler?” þar sem stiklað er á stóru yfir sjálfstæða útgáfu krakkana á tónlistarsviðinu undanfarnar vikur.

Hvort sem tilviljun og hæfileikar einir eða innri tengslanet ræður því að Jaden og Willow birtast á síðum Vogue einmitt núna, kann að vera umdeilt en sannleikurinn er engu að síður sá að bæði eru upprennadi stirni og ráða ferðinni algerlega sjálf að því er virðist vera í sköpun og framkvæmd.

Soundcloud síðu Willow má nálgast hér en í myndbandinu hér að neðan má sjá nýútkomið myndband Jaden við smellinn FAST:&ps=docs

 

 

SHARE