Upphrópunarmerki, sem iðulega undirstrikar mikilvægi setningar, hefur löngum verið aðalsmerki Ty Hunter, stílista sjálfrar Beyoncé, sem fyrir stuttu kynnti sína eigin fatalínu á markaði sem vörðuð er !!! – eða upphrópunarmerkinu sjálfu.
Línunni, sem kom á markað í nóvember sl. í samstarfi við Served Fresh, er ekki ætlað að vara lengi en hún samanstendur af hettupeysum, stuttermabolum og köflóttum skyrtum. Hluti af línunni er uppseldur nú þegar, en þó farið sé að grynnka á lagerstöðu With Passion tískulínunnar er það þó ekki allt.
.
Ty Hunter, sem fyrir löngu er orðinn þekktur sem stílisti Beyoncé og hefur fylgt dívunni eftir á tónleikaferðalögum til margra ára, á dyggan hóp fylgjenda á Instagram og hvatti aðdáendur sína óspart áfram til að leggja fram tillögur að fatavali á samskiptamiðlinum þegar línan sjálf kom út fyrr á þessu ári.
.
Ty hvatti ekki einungis fylgjendur sína áfram til að koma með eigin tillögur að fatasamsetningum við brakandi ferska línu hans, heldur hefur verið iðinn við að velja úr bestu tillögurnar og birti á Instagram síðu sinni.
Skemmtilegt nokk, en þó hluti línunnar sé uppseldur nú þegar, fara hér frábærar tillögur að samsetningu fata og má margt læra af myndunum – óháð því hvort upphrópunarmerkið fær að standa eða aðrar flíkur verða fyrir valinu:
Tengdar greinar:
Ty Hunter: Valdamesti stílistinn er óstöðvandi á Instagram!
7 leiðir til að nota tísku sem tjáningarform
Tíska: Hvaða hálsmen passar við?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.