Yankie ostakaka

Þessi sjúklega girnilega kaka kemur frá Gotterí og gersemum. Þessa ættuð þið að prófa!

aIMG_4752

Yankie ostakaka

Botn

  • 290 gr mulið Oreo (26 kökur)
  • 110 gr smjör
  • 2 tsk vanillusykur

Karamellusósa

  • 2 msk púðursykur
  • 40 gr smjör
  • 4 msk rjómi

Súkkulaði ganaché

  • 60 gr suðusúkkulaði (saxað)
  • 3 msk rjómi

Ostakakan sjálf

  • 500 gr rjómaostur (við stofuhita)
  • 90 gr sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 4 gelatínblöð
  • 60 ml sjóðandi vatn (til að leysa upp gelatínið)
  • 400 ml þeyttur rjómi
  • 3 Yankie (skorin smátt) + 2 til skrauts (skorin stærra)

Yankee ostakaka

Aðferð

  1. Byrjið á botninum. Blandið saman muldu Oreo, vanillusykri og bræddu smjöri. Klæðið botn (og hliðar ef vill) á 20-22 cm springformi og þjappið blöndunni á botninn og upp um ½ hliðanna. Setjið í kæli á meðan sósur og kakan sjálf er útbúin.
  2. Gerið næst karamellusósuna með því að setja allt saman í pott. Suðan látin koma upp og þá lækkað í miðlungshita og hrært vel í um 7-9 mínútur. Hellið karamellunni í skál og látið standa á borðinu þar til þykknar.
  3. Súkkulaði ganaché má útbúa næst og er hituðum rjómanum hellt yfir saxað súkkulaðið og látið standa í um 3 mínútur. Því næst er þessu hrært saman og látið standa líkt og karamellan þar til þykknar.
  4. Á meðan er kakan sjálf útbúin.
  • Þeytið saman rjómaost, sykur og vanillusykur þar til létt og ljóst.
  • Leggið gelatínblöð í kalt vatn í um 10 mínútur, setjið í sigti (til að losna við óþarfa vatn) og því næst í vel heitt vatnið (60 ml) til að leysa upp. Hrærið vel saman og tryggið að blandan sé uppleyst og leyfið því næst að ná stofuhita.
  • Skerið 3 Yankie smátt niður, losið bitana í sundur og leggið til hliðar.
  • Hellið gelatínblöndunni saman við rjómaostblönduna og hrærið aftur vel.
  • Því næst er þeytta rjómanum vafið saman við rjómaostablönduna og niðurskornu Yankie blandað saman við.

aIMG_4746

Samsetning

  1. Sækið kældan Oreo botninn í kælinn.
  2. Hellið ½ af ostakökublöndunni í formið og dreifið að sama skapi ½ af karamellusósunni og ½ af súkkulaðisósunni yfir. Takið grillpinna/tannstöngul og dragið sósurnar fram og tilbaka yfir kökuna til að gera marmaraáferð.
  3. Endurtakið skref 2.
  4. Plastið vel og setjið í kæli helst yfir nótt, amk í 3-4 klst og skreytið með niðurskornu Yankie áður en kakan er borin fram.

aIMG_4780

Smelltu endilega like-i á Gotterí og gersemar á Facebook

SHARE