Yfirgefin verslunarmiðstöð full af fiskum – Myndir

Þessi verslunarmiðstöð heitir New World og er í Bangkok í Taílandi. Verslunarmiðstöðinni var lokað árið 1997 og það kviknaði í henni árið 1999. Eftir brunann var húsnæðið þaklaust. Eftir rigningartímabil var komið mikið vatn í verslunarmiðstöðina og þá mynduðust frábær skilyrði fyrir moskítóflugur sem fjölgaði stöðugt.

 

Heimamönnum datt þá þetta snjallræði í hug. Þeir sóttu ferskvatnsfiska og létu í vatnið í verslunarmiðstöðinni og þá var moskítóvandinn úr sögunni í nágrenninu.

abandoned-shopping-mall-in-bangkok-has-been-taken-over-by-fish-55045

Þetta er alveg ótrúlegt að sjá og greinilegt að þetta eru kjöraðstæður fyrir fiskinn líka

abandoned-shopping-mall-in-bangkok-has-been-taken-over-by-fish-45274 

abandoned-shopping-mall-in-bangkok-has-been-taken-over-by-fish-42060

SHARE