Hollenski ljósmyndarinn Niki Feijen tók þessar mögnuðu myndir af yfirgefnum byggingum í borginni Prypiat. Þar sem 50.000 þúsund manns yfirgáfu heimili sín árið 1986 þegar kjarnorkuslysið í Chernobyl átti sér stað. Svæðið er ennþá lokað því geislavirkni mælist þar mikil á gríðarlega stóru svæði í kringum slysstaðinn, næstum 30 árum síðar. Aðeins vísindamönnum og ljósmyndurum er hleypt inn fyrir með því skilyrði að þeir fái fylgd og séu í sérstökum hlífðarfatnaði á tilteknum svæðum.
Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að finna fleiri ljósmyndir eftir Niki Feijen á heimasíðu hans HÉR.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.