Á okkar litla landi leynast víðast hvar áhugaverðir og skemmtilegir einstaklingar sem gaman er að fjalla um! Yfirheyrslan er tækifæri til að benda á það frábæra sem fólk er að gera og jafnframt til þess að kynnast því fólki enn betur!
Okkur langar að varpa ljósi á fólk sem stendur sig vel, á fólk sem á skilið lof og hrós og síðast en ekki síst þá sem við getum litið upp til!
Þú getur haft áhrif á það hver verður yfirheyrður!
-Tilnefndu þann sem þú vilt, annaðhvort með því að senda okkur skilaboð eða með því að kommenta undir þessa grein. Við viljum yfirheyra alla snillingana og heyra af öllum frábæru einstaklingunum, stórum sem smáum – Þekkir þú einhvern snilling sem á alveg skilið smá hrós og viðurkenningu?
Í Þessari yfirheyrslu ætlum við að demba spurningunum á frábæran leikara sem flestir ættu að kannast við, en það er hann Joel Sæmundsson!
Joel lauk nýlega sýningum á Hellisbúanum, en það var með stærstu hlutverkum hans hingað til. Sýningarnar voru vel sóttar og fékk hann virkilega góðar viðtökur, enda stóð hann sig með prýði!
30 spurningar – Hér er Joel!
Fullt nafn
-Joel Sæmundsson
Aldur
–36
Starf
– Leikari
Menntun
– Ba leiklist
Hjúskaparstaða
– Frátekinn
Börn
– 3stk, Elvar Elísa og Ester
Áhugamál
– Leiklist, körfubolti, snjóbretti og ferðalög
Leynilegur hæfileiki
– Töfrabrögð
Hvaðan ertu?
– Þórshöfn Langanesi,
Hvernig er fjölskyldulíf þitt?
– Frekar óhefðbundið, en yndislegt
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
– Samverustund með börnunum er topp, og fá að leika fyrir, snerta við og gleðja fólk. Sitja með kaffibollann minn og hlusta á gott jazz og með gott útsýni.
Hvað er það leiðilegasta sem þú gerir?
– Þrífa klósett og bara þrif almennt! Jú svo þoli ég ekki að pakka niður fyrir ferðalög
Hvar langar þig að vera eftir 5 ár?
– Ferðast útum allan heim að leika í hinum ýmsu stóru verkefnum með því hæfileikarikasta fólki sem völ er á.
Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir?
– Fjölskyldan mín aðallega. Svo hefur Larry Bird alltaf verið fyrirmynd mín, mögnuð sagan hans. En í leiklist eru margir sem maður lítur upp til, Christoph waltz er i sérstöku uppáhaldi.
Hvaða ráð myndir þú gefa sjálfum þér ef þú gætir ferðast nokkur ár aftur í tímann?
– Ekki ýta á rauða takkann halfivitinn þinn! En að öllu gríni sleppt þá myndi ég gefa mér það ráð að byrja safna fyrir íbúð á unglings árum.
Hvað pantaru þér á barnum?
– whisky eða bjór, fer eftir hvort Óli með Z sé með mér.
Pylsa eða Pulsa?
– Ert þú að bjóða? Þá báðar takk með öllu og malt.
Þrír kostir við þig?
– Duglegur, þrjóskur og læt fyrirfram gefna staðla ekki trufla mína vegferð þegar kemur að því að fá það sem ég ætla mér
Þrír gallar við þig?
– Skyndibita og nammi fíkill, þrjóskur og gleyminn
Uppáhalds matur?
– Beinlausir fuglar sem er jólamaturinnn minn. Annars er það er það Ghandi (Indverskt) sem er uppáhaldið mitt þessa dagana.
Uppáhalds lagið þitt?
– Looking to closely með Fink Er aðal þessa dagana annars hlusta ég á alla tegund tonlistar og uppáhalds lag breytist oft
Hvað ertu að gera þessa dagana?
– Akkúrat núna er ég að leika í Ráðherranum sem Saga Film er að framleiða og er nýlega kominn heim frá New York þar sem ég var í tökum fyrir stuttmynd.
Ert þú með einhverja komplexa?
– Ekki sem ég veit um, eða hvað, er ég með einhverja? Kannski komple
Hvert er mottóið þitt?
– Það er eftir meistara Michaelangelo. “The greatest danger for most of us is not that our aim is too high and we miss it, but that it is too low and we reach it.”
Í hvernig klæðnaði líður þér best?
– íþróttafotum og jakkafötum
Hvar langar þig helst að búa?
– ufff það eru margir staðir sem mig langar, í Californiu, Lungern Sviss, NY og auðvitað Ísland – þá í Hafnarfirði á höfuðborgarsvæðinu.
Hvernig er hið fullkomna stefnumót?
– Í fjallakofa á svona skíða resort í ölpunum, helst þar sem allur dagurinn fer í útiveru, að renna sér og göngutúra. Svo fengum við okkur heitt kakó yfir daginn og um kvöldið færum við út að borða með kertaljós og kósý. Þegar liði á kvöldið myndum við enda það á vangadans við góða Jazz tónlist.
Hundar eða kettir?
– Stórir páfagaukar en ég verð segja hundar, (Annars finnst mér nóg eiga krakka sko)
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
– Dauðann, held ég.
Ég elska vinnuna mína þannig ég vona ég fái að vinna þangað ég klára mína jarðnesku vist. Annars sé ég mig fyrir mér njóta minninga með konunni minni og sjá börnin upplifa og elta sína drauma og þrár. Væri til að búa í fallegum svona “lodge” I fjöllunum hjá lungern í Sviss.
Hver á þennan bústað, já eða nei?
– JÁ! Alltaf já!
Hey!
Það lítur út fyrir að það séu…
Bónus spurningar!
Mig langaði að vita aðeins meira um Hellisbúann, en hann flutti þá sýningu með glæsibrag, vítt og dreift og fór hann meðal annars með sýninguna út til Vegas og fékk að sjálfsögðu góðar undirtektir! En það er skemmtilegt að greina frá því að með því varð hann fyrsti Íslenski „headliner“-inn í Vegas. Fleiri hundruð manns sáu sýninguna og kunnu vel að meta!
->Hér<- getur þú séð víkinginn okkar auglýstann á skemmtilegann hátt í Vegasinu!
Hversu oft sýndir þú Hellisbúann?
– Úff ekki hugmynd 50 eða 60 sinnum kannski
Hvernig fannst þér viðbrögðin við sýningunum?
– Mjög góð viðbrögð enda er aðal ástæðan að maður elskar að fá sýna þetta útaf viðbrögðum fólks.
Hvað tekur við?
–Bara áfram gakk! ný verkefni og stærri vonandi nýjir markaðir.
Gætir þú hugsað þér að gera þetta aftur?
– Klárlega!
Fékstu einhverntíman leið á hlutverkinu?
– Nei hef ekki fengið leið á því
Lærðir þú eitthvað af hellisbúanum?
– Ég lærði fullt og mest skerptist á þessum hugsunum, eins og boðskapur verksins er – og það er að ef tvær manneskjur með mismunandi eiginleika/hæfileika koma saman til að vinna saman -Þá verður alltaf sterkari heild sem allir græða á.
Hellisbuinn minnir okkur á að þótt við séum ólík þá erum við öll í þessu ferðalagi saman og öll erum við að reyna gera okkar besta. (nema Manni, held hann sé bara reyna vera fáviti)
– í lokin varð ég bara að spurja, en þetta ættu þeir sem sáu sýninguna að skilja.
Ert þú fáviti?
– nei bara öðruvísi… Ok Stundum fáviti held ég
Við munum klárlega sjá þetta (einhleypa..blikk,blikk) sjarmatröll töluvert í framtíðinni, enda alveg frábært eintak!
Kæri Joel, gangi þér sem allra best í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur og takk fyrir að taka þátt í yfirheyrslunni!
Hvern tilnefnir þú fyrir næstu yfirheyrslu?
Þekkir þú hetju?
Einhvern sem hefur verið virkilega dugleg/ur?
..eða bara einhvern sem er fáranlega frábær?
Tilnefndu hvern sem er með upplýsingum um email, nafn og ástæðu tilnefningar.
Þú getur sent okkur póst á netfangið anna@hun.is eða sent okkur skilaboð á facebook.
Anna Karen er tveggja barna móðir búsett í höfuðborginni. Hún er mikill húmoristi og elskar allt sem má kalla „tabú“.
Anna er mjög ofvirk og gleymin en er með hjartað um það bil á réttum stað. Jákvæðni og gleði er það sem hún vill deila til allra þeirra sem lesa greinarnar hennar ásamt því að markmið hennar er að taka þátt í að stuðla að bættri líkamsímynd og betra sjálfstrausti í samfélaginu.
„Að sýna hlýju, þolinmæði og skilning er með því dýrmætasta sem við getum gefið. En aðeins ef við getum gefið okkur það sjálf“- AKS