Við hvetjum alla til að fara inn á Knúz.is og skrifa undir yfirlýsinguna. Við, ritstjórn Hún.is styðjum öll yfirlýsinguna. Í yfirlýsingunni segir:
Við á Knúz.is og önnur undirrituð fordæmum niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 521/2012. Þar voru fjórar manneskjur sýknaðar af ákæru um kynferðisbrot þrátt fyrir að hafa sannanlega þröngvað fingrum inn í endaþarm og leggöng brotaþola og veitt honum áverka. Meirihluti Hæstaréttar telur eðlilegt að afstaða geranda til eigin ofbeldisverknaðar ráði því undir hvaða ákvæði brot hans er fellt.
Undanfarið hefur umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið og eru ýmis teikn á lofti um aukinn skilning samfélagsins á alvarleika slíkra brota. Brotaþolar koma fram í auknum mæli og tjá sig um brotin og afleiðingar þeirra og eiga síður á hættu að vera fordæmdir fyrir það. Hæstiréttur stígur stórt skref aftur í tímann með niðurstöðu sinni. Meðvitund hans varðandi kynferðisofbeldi virðist þróast í öfuga átt við skilning samfélagsins og fordæmisgildi dómsins er stórhættulegt. Meirihluti Hæstaréttar virðir upplifun brotaþola að vettugi og það fordæmum við.
Sératkvæði Ingibjargar Benediktsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að þarna er ekkert að lögunum. Nauðgun er ofbeldi og nauðgun hefur oft þann tilgang að meiða og niðurlægja.
Með þessum gjörningi hafa hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson gert lítið úr öllum þolendum kynferðisofbeldis og hafa vafalaust fælt fólk enn fremur frá því að kæra kynferðisbrot. Við höfum misst trúna á að þolendur kynferðisofbeldis geti fengið réttláta málsmeðferð hér á landi. Við lýsum yfir vantrausti á Hæstarétt Íslands. Við höfum fengið nóg.
Ég hef skrifað undir, en þú? ef ekki, þá mælist ég til að þú farir inn á Knúz.is og skrifir undir hér
Tengdar greinar:
Niðurstaða gerir lítið úr upplifun konunnar
Hæstaréttardómarar telja það ekki kynferðisbrot að stinga putta upp í leggöng og endaþarm konu