Yndislegt: Göldróttur óskapappír og dísætt skrímslasprey

Ímyndaðu þér bara, ef hægt væri að rita leyndar óskir niður á töfrapappír, rúlla upp í lítinn vöndul, bera eldspýtu upp að og horfa á óskina flögra upp til himna í örfínum reykjarstrók. Alla leið til góðu englana sem okkar gæta. Þar yrði óskinnar vel gætt og enginn fengi nokkru sinni að bera hana augum nema góðu englarnir. Sem lesa í reykjarstróka, eru sérfróðir um töfrapappír og persónulega handskrift sem rituð hefur verið með „góðu-galdra” blýanti.

Töfrapappírinn þessi er til! Og það sem meira er; hann er hægt að panta af netinu.

Á ferðalagi ritstjórnar um vefinn rákum við augun í gullfallega og pínulitla vefverslun sem sérhæfir sig í æði sérstökum gjafapakkningum sem snúast um það eitt að senda leyndar óskir til himna. Leiðbeiningar fylgja með pakkningunum, en tekið er sérstaklega með að eldspýtur fylgi ekki með í kaupunum.

 

Væri ekki draumur að geta skrifað niður óskir á töfrapappír og sent til himna?

honeylove_nomatch-shd_large

En þetta er ekki allt. Því á litlu álfasíðunni má einnig finna skrímslasprey sem er sérstaklega ætlað fyrir myrkfælin börn að geyma undir koddanum. Samkvæmt því sem lesa má á vefsíðunni er um vígt töfrasprey sem ilmar undursamlega að ræða. Töfraformúlan í spreyflöskunni þeytir öllum illum öflum á brott, rekur ljóta anda undan rúmi og svælir ærsladrauga út úr klæðaskápum, undan gólfsíðum gardínum og að sjálfsögðu úr myrkum herbergishornum.

Svona lítur skrímslaspreyið út en það ilmar undursamlega: 

Screen_Shot_2014-08-27_at_3.27.30_PM_large

Svo virðist sem lausn sé til á öllum vanda, þó ekki væri nema að skrifa óskir á blað, rúlla upp í vöndul og senda þær til himna. Nema ef vera skyldi að grípa til spreyflöskunnar með undursamlega ilminn, úða á ljóta kallinn sem býr undir rúmi og geispa svo út í bláinn, umvafinn englum.

Göldróttu vefverslunina sem allt græðir má svo finna hér.

SHARE