Yoga gaf henni Hugarró

Yogakennari aprílmánaðar

Friederike Bergen er yogakennari mánaðarins hjá hun.is.

Hún er eigandi yogastöðvarinnar Hugarró í Garðabæ.

Hún lærði upphaflega Rope Yoga hjá Guðna Gunnarssyni árið 2016-2017 og í dag er hún einnig Kundalini yogakennari og lærði það árið 2013-2014 hjá Andartaki (Guðrúnu Darshan) Árið 2018 útskrifaðist hún eftir þriggja ára nám í Ljósheimum sem Sat nam Rasayan heilari.

Eftir að hafa starfað í skólakerfinu í 11 ár sem leik- og grunnskólasérkennari breytti hún um stefnu og opnaði sína eigin yogastöð Hugarró í Garðabæ og er mjög hamingjusöm með þá ákvörðun.

Kundalini yoga og Sat nam Rasayan núvitundarheilun hefur fært henni tækin og tólin til að öðlast sanna hugarró eftir ýmis áföll sem dunið hafa yfir.  Hennar einlæga ósk er að miðla þessari þekkingu áfram og hjálpa öðru fólki.

SHARE