Ýsa með papriku og paprikusmurosti

Hér kemur ein súper einföld uppskrift úr bókinni Rögguréttir.

Uppskrift:

600-800 gr ýsa

1 paprikusmurostur

1 peli rjóma

1 rauð paprika

gratín ostur ( rifin)

Aðferð:

Ýsan skorin í bita og sett í eldfast mót. Paprikan er skorinn langsum og raðað yfir fiskinn. smurostur og rjómi brædd saman í potti og helt svo yfir fiskin í eldfasta mótinu. Að endingu er rifnum gratin osti dreift yfir og bakað í ofni við 180 gráður í 20 mínútur.

Til tilbreytingar er hægt að nota t.d sveppi og sveppasmurost, beikon og beikonsmurost og svo framvegis.

Njótið vel í  góðum hóp, við mælum með fersku salati og hrísgrjónum on the side.

SHARE