HAMAGU bræður voru þekktir á sínum tíma í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem þeir stunduðu nám. Þeir, Guðmundur Ingvar Jónsson, Marteinn Ibsen og Halldór Jón Björgvinsson, stofnuðu kvikmyndaklúbbinn HAMAGU sem sló rækilega í gegn hjá samnemendum þeirra. Eftir þá liggja fjöldi stuttmynda en þeir láta ekki þar við sitja, þeir hafa tekið upp fyrstu íslensku uppvakningakvikmyndina i fullri lengd.
Marteinn skrifaði handritið og leikstýrði, en upptökur fóru að mestu fram árið 2012 á Suðurnesjum Þeir félagar nutu aðstoðar úr ýmsum áttum og má sjá á meðfylgjandi myndum að mikið er lagt í gerð myndarinnar. Söguþráðurinn er að minnislaus maður slæst í hóp fólks sem er að berjast við uppvakninga, meira vil ég ekki segja um söguþráðinn. Þetta er alvöru HAMAGU mynd og við náum vonandi að frumsýna hana með vorinu, segir Halldór Jón, en bætir við að þetta verði góð B-mynd. Það verður fróðegt að sjá fyrstu i Zombie Ísland kvikmyndina og hver veit nema að þetta sé fyrsta myndin af mörgum hjá þem félögum.
Hérna má sjá smá upphitun á youtube
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.