Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Ljónið

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Kynferðislegur stíll: Hið sjálfumglaða Ljón vill vera stjarna og er jafn dramatískt í rúminu og í lífinu sjálfu. Ljónið þráir viðurkenningu og ef þú hampar því mun það fullnægja þér. „Ljónið vill láta strjúka sér, andlega og líkamlega,“ segir Phyllis.

Ljónið er fæddur elskhugi og er mjög mikil kynvera. Það finnur upp á mörgu og sýnir mikinn trúnað.

Passar best við kynferðislega: Hrúturinn, Bogmaðurinn, Tvíburinn, Vogin og Vatnsberinn.

Það sem kveikir í Ljóninu: Endalaust skjall. Segðu Ljóninu hvað það er fallegt, fyndið og frábært í rúminu. Kynorka þess fer í botn og þú nýtur góðs af því.

Það sem kemur Ljóninu úr stuði: Stjórnsemi. Ljónið verður að stjórna, eða í það minnsta halda að það sé að stjórna. Ef þú vilt halda friðinn skaltu ekki reyna að segja Ljóninu fyrir verkum.